Um okkur
Húsasjá er ætlað að veita yfirlit og innsýn í húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Markmiðið er að gera upplýsingar um verðlag, kostnað við eignarhald og þróun á markaðnum aðgengilegar fyrir alla, á einfaldan og skilvirkan hátt.
Kjarni Húsasjá snýst um að bjóða upp á traustan vettvang fyrir áreiðanlegar upplýsingar og greiningu á húsnæðismarkaðnum á Íslandi. Við leggjum áherslu á að veita notendum okkar betri skilning og yfirlit yfir húsnæðisverð, eignarhaldskostnað, og þróun markaðarins. Með því að miðla þekkingu og upplýsingum styðjum við við ákvarðanatöku sem byggir á vel upplýstum grunni, óháð stöðu eða hlutverki á markaðnum. Húsasjá er þannig ætlað að gera húsnæðismarkaðinn aðgengilegri og auðskiljanlegri fyrir einstaklinga sem leita sér upplýsinga, hvort sem er til persónulegra nota eða í fjárfestingarskyni.
Áætlað fasteignaverð Húsasjár byggir á tölfræðilegri greiningu á kaupskrá fasteigna frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Verðmatslíkanið tekur tillit til viðskiptasögu einstakra eigna sem og samanburðar við sambærilegar eignir. Með þessari nálgun næst ítarleg og taktföst uppfærsla á verðmati einstakra fasteigna landsins, með þær forsendur að eignin sé í eðlilegu viðhaldi og ekki í niðurníddu ástandi.
Í sumum tilfellum geta tölfræðileg gögn verið strjál. Þá getur verið skynsamlegt að notast við handvirkan samanburð fasteigna. Húsasjá býður einnig upp á þann möguleika, sérstaklega í þeim tilgangi. Við trúum því staðfastlega að markaðurinn hafi ávallt rétt fyrir sér og því er tölfræðileg nálgun á verðmati áreiðanlegasta forsendan fyrir markaðsverði.
Við vijum endilega heyra frá þér. Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar.
Notkunarskilmálar
Neko Management ehf.
Með notkun vefsvæðanna husasja.is og húsasjá.is undirgengst þú sem notandi þessar reglur og skilmála.
1. gr. Eigandi síðunnar
Vefsvæðin husasja.is og húsasjá.is (hér eftir „vefsíðan“ og vefkerfið Húsasjá (hér eftir „vefkerfið“) er eign Neko Management ehf. (hér eftir „félagið“) og fer það með stjórn vefsíðunnar og vefkerfisins.
2. gr. Lög og reglur
Um notkun á vefkerfinu gilda íslensk lög og stjórnvaldsfyrirmæli eftir því sem við á. Rísi ágreiningur um notkun vefkerfisins eða efni skilmála þessara skal reka dómsmál þess efnis fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
3. gr. Höfundarréttur og vörumerki
Vörumerki og auðkenni sem sjást á vefsvæðinu eru eign félagsins. Notendum er með öllu óheimilt að nota merki félagsins án skriflegrar heimildar félagsins. Allt efni á vefsvæðinu nýtur höfundaréttarverndar eða eftir atvikum einkaréttarverndar að því marki sem það er ekki undanskilið slíkri vernd með lögum. Notendum vefkerfisins er með öllu óheimilt að breyta, birta, endurnýta, afrita, gefa út, selja eða veita aðgang að því efni sem finna má á vefsíðunni eða hagnýta sér það með nokkrum öðrum sambærilegum hætti.
Til efnis á vefsvæðinu teljast m.a skrár, töflur, eyðublöð, gagnagrunnar og hvaðeina annað sem finna má á vefsvæðinu sbr. m.a. 50.gr. Höfundalaga nr. 73/1973.
4.gr. Engin ábyrgð tekin
Allar upplýsingar sem látnar eru í té á vefsíðunni „eins og þær koma fyrir“ án nokkurrar ábyrgðar, beinnar eða óbeinnar. Neko Management ehf. ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á nákvæmni eða áreiðanleika þeirra upplýsinga sem finna má á vefsíðunni hvort sem þær frá félaginu sjálfu eða öðrum. Neko Management ehf. ber ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgð á tapi eða skaða sem rekja má til þess að notandi byggir á upplýsingum sem aflað er á þessari vefsíðu. Það er á ábyrgð notanda að meta nákvæmni, heildstæðni eða notagildi hvers kyns upplýsinga sem fást á vefsíðunni.
5.gr. Fyrirvari um bótaábyrgð
Neko Management ehf. undanþiggur sig sérstaklega hvers kyns bótaábyrgð (hvort sem hún er innan samninga eða utan, hlutlæg bótaábyrgð eða annars konar ábyrgð) á hvers kyns beinu, óbeinu, tilfallandi, afleiddu, eða sérstöku tjóni sem komið er til eða á einhvern hátt tengt notkun vefsíðunnar. Neko Management ehf. ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, í skemmri eða lengri tíma. Félagið ber ekki ábyrgð á röskunum sem kunna að verða á virkni vefsíðunnar vegna óviðráðanlegra atvika (force majeure) svo sem náttúruhamfara, styrjalda eða verkfalla.
6.gr. Tengdar vefsíður
Á vefsíðunni og innan vefkerfisins kunna að vera tenglar á aðra vefi sem tengjast virkni kerfisins á einhvern hátt. Félagið rekur ekki þessar vefsíður né ræður efni þeirra. Félagið ábyrgist ekki á neinn hátt þær upplýsingar eða það efni sem finna má á þessum vefsíðum, frammistöðu þeirra eða afköst eða nokkuð tjón sem þú eða aðrir kunna að verða fyrir vegna notkunar þeirra.
7. gr. Tölvuvírusar o.fl.
Félagið ábyrgist ekki að vefkerfið eða vefir sem það vísar til s.s með tenglum, séu algjörlega lausir við tölvuvírusa eða annað sem reynst getur skaðlegt tölvum eða hugbúnaði. Notandi ber sjálfur ábyrgð á að fyrirbyggja mögulegt tap sem hlotist getur af slíku með nauðsynlegum vörnum t.d vírusvarnarforritum.
8. gr. Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga
Notandi viðurkennir og samþykkir að með því að skrá sig í vefkerfið láti hann félaginu í té þær persónuupplýsingar sem í skráningarforminu felast. Notandi samþykkir jafnframt að félagið hafi eftirlit og haldi skrá yfir notkun notanda á vefsíðunni. Með notkun á vefsíðunni samþykkir notandi jafnframt vinnslu slíkra persónuupplýsinga. Síðastgreint kann að vera gert með því að safna tæknilegum upplýsingum um notkun notenda, t.d. um tegund vafra, leitir, flettingar, tímalengd innskráningar eða flettinga o.fl., í þeim tilgangi að fylgjast með notkun vefsvæðisins, bæta þjónustuna eða láta notendur vita af hugsanlegum villum eða göllum sem geta komið upp í kerfinu.
Félagið áskilur sér rétt til að vinna úr gögnum um notkun notanda á vefkerfinu í því skyni að bjóða honum nýja þjónustu, nýjar áskriftarleiðir eða tilboð honum til hagsbóta.
Á meðan samningssamband varir milli notanda og Neko Management ehf. skuldbindur félagið sig til að halda utan um og varðveita hvers konar persónuleg gögn og upplýsingar sem verða til við notkun kerfisins og finna má á viðkomandi aðgangi.
Vefsíður og vefkerfi félagsins nýta svokallaðar vafrakökur (e. cookies). Vafrakökur eru nauðsynlegar t.d. til þess að geta auðkennt notendur, t.d. í vefverslun eða í vefkerfi félagsins. Með notkun vefsíðna og vefkerfa Neko Management veitir notandi samþykki sitt fyrir notkun vafrakakna.(Sjá öryggis- og persónuverndarstefnu Neko Management.)
9. gr. Breytingar á notendareglum og skilmálum
Félagið áskilur sér rétt til að endurskoða og breyta skilmálum þessum hvenær sem er og án fyrirvara. Endurskoðaðir skilmálar munu birtast á vefsíðunni og ber notanda að kynna sér þá reglulega. Notkun vefsíðunnar jafngildir samþykki þeirra skilmála sem í gildi eru hverju sinni.
Breytingar á skilmálum þessum skulu gerðar skriflega. Verði lögum og/eða reglum breytt er varða starfsemi Neko Management ehf. skulu skilmálar þessir breytast sjálfkrafa til samræmis við slíkar breytingar, enda hafi þær veruleg áhrif á starfsemi Neko Management ehf.
10. gr. Brot á notendareglum og skilmálum
Hafi félagið rökstuddan grun um að notandi hafi brotið gegn skilmálum þessum áskilur félagið sér rétt til þess að grípa til þeirra úrræða sem lög, reglur og skilmálar þessir heimila, þ.m.t loka fyrir aðgang tiltekins netfangs og eða notanda að vefsíðunni, án fyrirvara, tímabundið eða ótímabundið.
11. gr. Aðgangur að svæðum sem vernduð eru með lykilorði
Notendur samkvæmt skilmálum þessum skulu auðkenna sig með netfangi og lykilorði, sem þeim hefur verið úthlutað eða þeir sjálfir valið, við innskráningu inn í vefkerfið. Þá kann notendum að verða gert skylt að skrá sig inn í kerfið með kennitölu og svonefndum Íslykli.
Aðgangur að svæðum á vefsíðunni sem vernduð eru með lykilorði er einungis heimil þeim sem fengið hafa úthlutað lykilorði til aðgangs að vefsíðunni, það sama á við um alla notkun aðgangsins. Aðgangur hvers og eins notanda er persónulegur og er notendum með öllu óheimilt að láta öðrum aðilum aðganginn í té eða veita öðrum nokkurs konar heimild til þess að hagnýta sér með hvers konar hætti aðgang þeirra að Neko Management og þau gögn og upplýsingar sem þar er að finna. Brjóti notendur gegn þessu banni mun Neko Management ehf. gera notanda viðvart og loka fyrir aðgang þeirra notenda, eftir atvikum að undangenginni áminningu, án þess að það hafi áhrif á greiðsluskyldu notanda fyrir aðgang sinn.
Notandi ber fulla ábyrgð á öllum þeim aðgerðum sem framkvæmdar eru með hans aðgangi og lykilorði hvort sem þær eru framkvæmdar af honum sjálfum eða öðrum og hvort sem það er með leyfi hans eða ekki.
Misnotkun á aðgangi eða lykilorði notanda er aldrei á ábyrgð félagsins og ber notanda að halda félaginu skaðlausu af hvers kyns misnotkun.
12. gr. Almennar reglur um notkun
Notendur hafa leyfi til að nýta sér vefkerfið og þá þjónustu sem þar er í boði í samræmi við skilmála þessa.
Notendur fá aðgang að því efni í vefkerfinu sem til boða stendur á hverjum tíma og ekki er háð höfundarréttarvernd af hvers konar tagi.
Notendum er ljóst að efni vefkerfisins kann að taka breytingum s.s í ljósi breytinga á samningum Neko Management ehf. við þriðja aðila, t.d útgefendur og höfunda höfundaréttarvarins efnis.
Notendur öðlast ekki eignarrétt af nokkru tagi, beinan eða óbeinan, yfir því efni sem finna má á vefsíðunni heldur er eingöngu um um afnotarétt á viðkomandi efni að ræða. Umfang þessa afnotaréttar fer eftir skilmálum þessum.
Gögn og upplýsingar í vefkerfinu eru eign Neko Management ehf., nema annað sé tekið fram í vefkerfinu eða almennum notendaskilmálum Neko Management á hverjum tíma. Réttur til notkunar gagna og upplýsinga sem fengnar eru í vefkerfinu takmarkast af ákvæðum viðkomandi samnings, notendaskilmálum Neko Management, lögum og stjórnvaldsfyrirmælum. Réttur notenda til notkunar gagna og upplýsinga fellur niður um leið og samningur fellur úr gildi.
Notendum er óheimilt að nota gögn og upplýsingar í vefkerfinu til hvers konar útgáfu eða endurmiðlunar. Notendum er óheimilt að að breyta eða afbaka þær upplýsingar sem finna má á vefsíðunni og/eða að dreifa þeim í breyttri mynd. Notendum er óheimilt að nota efni vefsíðunnar með nokkrum þeim hætti sem falið getur í sér skerðingu á heiðri eða sérkenni höfunda efnisins eða félagsins. Notkun vefkerfisins má ekki undir nokkrum kringumstæðum vera skaðleg rekstri félagsins eða leiða af sér tjón fyrir aðra notendur vefkerfisins. Ekki má nýta vefkerfið í samkeppnistilgangi gegn félaginu.
Fyrir aðra notkun á vefkerfinu en þá sem heimiluð er í skilmálum þessum þarf sérstakt, skriflegt leyfi félagsins, eiganda höfundaréttar og eftir atvikum annarra sem kunna að eiga höfundarétt að efni vefsíðunnar að hluta til eða í heild.
Mánaðarleg áskriftar- og þjónustugjöld eru gjaldfærð um hver mánaðarmót. Eindagi er tíunda hvers mánaðar. Mánaðargjald hvers notanda fyrir sig er háð breytingum á vísitölu neysluverðs, útgefinni af Hagstofu Íslands uppfærist það 1. janúar ár hvert. Athugasemdir við reikninga skulu berast eigi síðar en 14 dögum eftir bókunardag að öðrum kosti telst reikningurinn samþykktur. Sé reikningur ekki greiddur á tilsettum tíma áskilur Neko Management ehf. sér rétt til að loka fyrir viðkomandi aðgang án fyrirvara.
Notanda er það ljóst að mánaðargjald fyrir aðgang kann að breytast í samræmi við almennar breytingar á verðskrá og afsláttarkerfi Neko Management t.d þegar nýjum þjónustuþáttum og/eða notkunarmöguleikum er bætt við kerfið. Neko Management ehf. skuldbindur sig til þess að kynna notendum slíkar breytingar með a.m.k 1 mánaðar fyrirvara.
Þessi vefsíða er einungis ætluð til einkanota. Hvers kyns atvinnutengd notkun á efni eða þjónustu vefsíðunnar er óleyfileg. Notendum er óheimilt að nýta upplýsingar, gögn, eða þjónustu sem vefsíðan býður upp á í hagnaðarskyni eða í atvinnuskyni án fyrirfram skriflegs samþykkis frá Neko Management ehf.
13. gr. Uppsagnarfrestir
Uppsagnarákvæði þeirra samninga sem notendur hafa gert sérstaklega við félagið má finna í hverjum samningi fyrir sig, það sama á við um uppsagnarfresti viðkomandi samninga. Almennur uppsagnarfrestur slíkra samninga er 3 mánuðir. Almennur uppsagnarfrestur þeirra sem skrá sig sem notendur í gegnum vefsvæði félagsins er 3 mánuðir. Almennur uppsagnarfrestur hafi ekki verið samið um annað er 3.mánuðir. Uppsögn skal vera send með sannanlegum hætti eða gerð á stjórnborði notanda í vefkerfinu. Uppsögn miðast við/tekur gildi við upphaf nýs reikningstímabils að jafnaði fyrsta dag hvers mánaðar.
Persónuverndarstefna
Neko Management ehf.
Með þessari persónuverndarstefnu er greint frá hvernig Neko Management ehf., kt. 681015-2640 Túngötu 6, 101 Reykjavík (hér eftir „Neko Management” eða „félagið”) fer með skráningu, söfnun og vinnslu persónuupplýsinga notenda sinna og viðskiptavina sem nýta sér það efni sem Neko Management býður upp á, á vefsvæði sínu, www.husasja.is, www.húsasjá.is eða öðrum vefsíðum í eigu félagsins. Neko Management er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu. Hægt er að senda fyrirspurn til fyrirtækisins um meðferð persónuupplýsinga á netfangið contact@husasja.is.
INNGANGUR
Neko Management leggur mikla áherslu á að traust notenda og viðskiptavina félagsins sé í hámarki. Við virðum rétt þinn til einkalífs og tryggjum að notkun persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Við ábyrgjumst að persónuupplýsingar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðju aðilum og að hvers konar miðlun slíkra upplýsinga eigi sér aðeins stað með samþykki notenda eða í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf. Persónuupplýsingar sem Neko Management vinnur með eru unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti gagnvart skráðum notendum. Þær eru fengnar í skýrt tilgreindum og lögmætum tilgangi og ekki unnar frekar á þann hátt að ósamrýmanlegt sé þeim tilgangi. Við tryggjum að persónuupplýsingar séu takmarkaðar við það sem nauðsynlegt er miðað við tilganginn með vinnslunni og varðveittar á því formi að ekki sé unnt að persónugreina skráða einstaklinga lengur en þörf er á miðað við tilganginn með vinnslu upplýsinganna. Neko Management leggur áherslu á að upplýsa notendur sína um öryggismál og hvernig unnið er með persónuupplýsingar þeirra. Einnig lýsum við fyrir notendum hvernig þeir geti haft áhrif á það hvaða persónuupplýsingar séu notaðar og á hvaða hátt.Persónuverndarstefna þessi er í sífelldri endurskoðun og leggur Neko Management áherslu á að vera alltaf að breyta og bæta stefnu sinni til þess að ströngustu kröfum sé ávallt fylgt.Hér að neðan er greint frá hvernig Neko Management meðhöndlar persónuupplýsingar þínar, þ.e. skráningu, söfnun og vinnslu þeirra.
HVAÐ ERU PERSÓNUUPPLÝSINGAR?
Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling („skráðan einstakling”). Nánar tiltekið er átt við upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi. Einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti.Eins og segir geta persónuupplýsingar verið t.d. nafn, kennitala, staðsetningargögn og netauðkenni en einnig farsímanúmer, netfang, vinnustaður eða skóli, debet- eða kreditkortanúmer og ip-tala, svo eitthvað sé nefnt.Persónuupplýsingar eru hins vegar ekki svokallaðar safnupplýsingar (e. aggregate data). Slíkar upplýsingar eru ópersónugreindar upplýsingar sem við söfnum um notkun, leitir og flettingar notenda svo eitthvað sé nefnt. Þessar upplýsingar er ekki hægt að rekja til tiltekins einstaklings og eru aðeins notaðar í tölfræðilegum tilgangi. Nánar tiltekið áskiljum við okkur rétt til þess að nýta upplýsingar um hvernig notendur okkar nýta sér þá þjónustu sem við bjóðum upp á og bera þær saman við upplýsingar hjá öðrum notendum til að viðhalda og bæta þjónustu okkar. Þetta er gert í því skyni að gera úrbætur á þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á og hjálpa okkur að skilja hvað það er sem notendur eru að leitast eftir þegar þeir nota kerfið okkar.
PERSÓNUUPPLÝSINGUM ER HALDIÐ Í LÁGMARKI
Neko Management skráir, geymir og vinnur aðeins þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að veita þá þjónustu sem félagið býður upp á. Neko Management geymir ekki greiðslukortaupplýsingar sem notendur gefa upp, en slíkar upplýsingar eru vistaðar í öruggum kerfum hjá fjármálastofnun.
HVAÐA GÖGN SÖFNUM VIÐ OG GEYMUM?
Neko Management safnar eftirfarandi persónuupplýsingum um notendur sína:
- Nafn
- Kennitala
- Netfang
- Að auki áskiljum við okkur þeim rétti að óska eftir farsímanúmeri notenda okkar og einnig vinnustað eða skóla ef það á við.
Neko Management safnar eftirfarandi upplýsingum um notkun notenda á vefsíðu félagsins:
- Ip-tölur viðkomandi notanda.
- Þann vafra sem notandi notar til að nýta sér þjónustuna.
- Skrá um leitir notanda.
- Upplýsingar um flettingar notanda á vefsíðunni.
- Tímalengd innskráningar og flettingar notanda.
- Tími og dagsetning heimsóknar á vefsíðunni.
- Athugasemdir sem notandi kemur á framfæri til félagsins varðandi þjónustuna.
- Texti, skráningar, myndir, skjöl, hljóðskrár, myndskrár og annað það sem notandi færir inn í vefkerfi Neko Management.
- Upplýsingalistar um þriðja aðila, svo sem nafn, netfang, símanúmer eða annað auðkenni.
HVERNIG SAFNAR NEKO MANAGEMENT PERSÓNUUPPLÝSINGUM?
Samkvæmt gildandi lögum um persónuvernd og þegar samþykki þitt er til staðar getum við sem ábyrgðaraðili safnað, skráð og unnið með persónuupplýsingar á nokkra vegu. Hér fyrir neðan eru helstu leiðir sem við getum nýtt okkur í tengslum við söfnun persónuupplýsinga. Neko Management safnar persónuupplýsingum í eftirfarandi tilvikum:
- Þegar þú nýskráir þig á vefsíðum okkar www.husasja.is, www.húsasjá.is eða öðrum vefsíðum í eigu félagsins.
- Þegar þú sendir okkur beiðni á öðrum vettvangi, t.d. með tölvubréf, símleiðis eða í gegn um samfélagsmiðla
- Þegar fyrirtæki eða stofnun sendir okkur beiðni um að þú fáir notandaaðgang að vefsíðum okkar. Við munum þó alltaf biðja þig um að samþykkja vinnslu á persónuupplýsingum sem varða þig.
- Þegar þú kaupir vörur hjá okkur, t.d. bækur eða rit, á öðrum vefsíðum en www.husasja.is sem eru í eigu félagsins.
- Þegar þú hefur samband við okkur, s.s. óskar upplýsinga, kemur athugasemdum á framfæri, sendir kvörtun eða beiðni, með tölvubréfi, símleiðis eða með öðrum sambærilegum hætti.
- Framangreind upptalning er ekki tæmandi og getur tekið breytingum ef þjónusta sú sem Neko Management býður upp á tekur breytingum.
ÁSTÆÐA GAGNASÖFNUNAR TIL AÐ VEITA ÞJÓNUSTU
Neko Management leggur áherslu á að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og er ávallt að breyta og endurnýja þá þjónustu til hins betra. Neko Management getur nýtt sér upplýsingar um leitir, flettingar o.fl. til að t.d. bæta leitarniðurstöður sem kerfið sýnir þér og til að bera notkun þína saman við ópersónugreinanleg notkunarmynstur annarra notanda í tölfræðilegum tilgangi og til að bæta niðurstöður leita og annarrar virkni kerfisins. Þetta er gert til þess að við getum áttað okkur á því hvað sé algengt að notendur séu að leitast eftir þegar þeir nýta sér þjónustu okkar og hvar þarfir þeirra liggja. Þessar persónuupplýsingar eru þó aldrei gerðar opinberar eða veittar neinum utanaðkomandi aðila þannig að hægt sé að persónugreina þig sérstaklega nema að gildandi lög eða stjórnvaldsfyrirmæli mæli fyrir um annað.
VIÐHALD OG ÞRÓUN Á OKKAR ÞJÓNUSTU
Neko Management greinir einnig notkun þína og hegðun á vefsvæðum okkar til að geta bætt og þróað þjónustuna enn frekar. Þessi greining felst m.a. í því að greina hvaða þætti þjónustunnar þú notar helst, hversu oft þú skráir þig inn, hvaðan þú skráir þig inn og með hvaða vafra og stýrikerfi.
ÁRANGURSMÆLINGAR/ÞJÓNUSTUMÆLINGAR
Neko Management safnar upplýsingum um notkun og nýtingu á vefsíðum félagsins í þeim tilgangi að átta sig á því hvaða þættir þjónustunnar nýtast notendum best.
SAMSKIPTI VIÐ NOTENDUR
Neko Management notar persónuupplýsingar meðal annars til að svara fyrirspurnum þínum og bregðast við óskum. Neko Management gæti einnig nýtt upplýsingar af þessu tagi til þess að senda upplýsingar um þær vefsíður sem fyrirtækið heldur uppi og upplýsingar um breytingar á skilmálum, skilyrðum og stefnum.
Neko Management leggur áherslu á auðvelda og skilvirka þjónustu. Bæði viljum við geta upplýst þig um uppfærslur, nýjar endurbætur og aðrar mikilvægar breytingar á þjónustu okkar en einnig viljum við auðvelda þér samskipti við okkur ef þú skildir hafa athugasemdir eða eitthvað er ekki að nýtast á þann hátt sem skildi.
Við geymum upplýsingar um netföng notenda til að geta sent tölvubréf um uppfærslur og tilkynningar um vörur okkar og/eða þjónustu og auglýsingarefni/kynningarefni. Þegar við sendum þér slíkt tölvubréf mun þér bjóðast sá kostur að afskrá þig fyrir þess konar tilkynningum og munum við þá án tafar eyða netfangi þínu af þeim lista. Við munum þó ennþá halda utan um upplýsingar varðandi netfangið þitt vegna annarra ástæðna, svo sem vegna auðkenningar við innskráningu.
Við gætum einnig haldið upp á persónulegar upplýsingar í þeim tilvikum þegar þú kemur með athugasemdir til okkar. Við fögnum allri endurgjöf á þjónustu okkar og munum bregðast eins skjótt við og mögulegt er.
UPPLÝSINGUM ÞÍNUM ER EKKI DEILT EÐA MIÐLAÐ
Neko Management deilir ekki undir neinum kringumstæðum persónuupplýsingunum þínum til utanaðkomandi þriðja aðila og gerir þær aldrei opinberar. Við gætum þó deilt eða gert opinberar tölfræðiskýrslur eða greiningar sem byggja á samantektum og ópersónulegum gögnum frá hópi notenda okkar. Ofangreint takmarkast við að félaginu berist lögmæt fyrirmæli frá opinberum yfirvöldum um að deila eða greina frá upplýsingum þínum.
AÐKOMA ÞÍN (NOTANDANS) AÐ UPPLÝSINGUM ER VARÐA ÞIG ANDMÆLARÉTTUR
Notandi eða skráður einstaklingur á rétt á því að andmæla hvenær sem er vinnslu persónuupplýsinga er varða hann sjálfan. Með því að senda póst á contact@husasja.is getur þú greint frá andmælum þínum. Við munum taka andmælin til skoðunar og gera þér kunnugt um réttindi þín, þá sérstaklega rétt þinn til að fá aðgang að persónuupplýsingum og rétt þinn til leiðréttingar og eyðingar á persónuupplýsingum. Um þessi atriði verður fjallað hér í næstu köflum.
RÉTTUR ÞINN TIL AÐGANGS AÐ PERSÓNUUPPLÝSINGUM
Þú sem notandi eða skráður einstaklingur, hefur rétt til að fá staðfestingu á því frá okkur hvort verið sé að vinna persónuupplýsingar sem varða þig. Ef þú vilt nýta þér þennan rétt þinn munum við upplýsa þig um tilgang vinnslunnar, viðkomandi flokka persónuupplýsinga og hversu lengi við hyggjumst varðveita og vinna þær upplýsingar. Þú sem notandi, átt einnig rétt á því að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsvaldi.
RÉTTUR TIL LEIÐRÉTTINGAR Á PERSÓNUUPPLÝSINGUM
Ef persónuupplýsingar sem varða notanda eru rangar, villandi eða ófullkomnar mun Neko Management sjá til þess að þær upplýsingar verði leiðréttar eða eftir atvikum við þær aukið ef umræddur annmarki getur haft áhrif á hagsmuni hins skráða notanda. Skal þetta gert að undangenginni ábendingu frá notanda ef slík ábending er við rök að styðjast.
RÉTTUR TIL EYÐINGAR Á PERSÓNUUPPLÝSINGUM
Ef notandi ákveður að hætta að nota þá þjónustu sem Neko Management býður upp á og gefur félaginu skýr fyrirmæli um að eyða skuli notandareikningi sínum hjá Neko Management mun fyrirtækið eyða öllum persónuupplýsingum sem verið hefur aflað án ótilhýðilegrar tafar, að svo miklu leyti sem félaginu er ekki skylt að halda eftir slíkum upplýsingum í bókhaldslegum tilgangi. Einnig mun persónuupplýsingum verða eytt ef hinn skráði notandi dregur til baka samþykkið sem vinnslan byggist á. Þetta á við um allar upplýsingar sem tengjast persónu notanda sérstaklega (svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, vinnustaður o.fl.).
Neko Management mun að auki sjá til þess að persónuupplýsingum verði eytt ef þær eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki söfnun þeirra eða annarri vinnslu þeirra. Neko Management mun þó ekki eyða persónuupplýsingum eða öðrum gögnum sem hafa verið gerðar ópersónugreinanlegar. Þetta á við þegar upplýsingar hafa verið skráðar um notkun þína og bornar saman við notkunarmynstur annarra notanda í tölfræðilegum tilgangi. Sjá um þetta kaflann að ofan um ástæðu gagnasöfnunnar. Upplýsingar af þessu tagi eru aðeins geymdar undir þessum kringumstæðum ef þær er ekki hægt að tengja við notanda með neinum hætti.
PERSÓNUUPPLÝSINGAR NOTENDA ERU EKKI NÝTTAR Á ÓLÖGMÆTAN, ÓÁBYRGAN, ÓÖRUGGAN EÐA ÓSIÐLEGAN HÁTT
Neko Management mun ekki undir nokkrum kringumstæðum veita persónuupplýsingar notenda til þriðja aðila. Einnig mun félagið ekki láta samskiptaupplýsingar, t.d. netfang eða farsímanúmer, í té þriðja aðila.
Neko Management áskilur sér þó heimild til að gera ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir sem notaðar geta verið annað hvort í viðskiptalegum tilgangi eða til þess að bæta þá þjónustu sem við veitum notendum okkar. Síðastgreint kann að vera gert með því að safna tæknilegum upplýsingum um notkun notenda, t.d. um tegund vafra, leitir, flettingar, tímalengd innskráningar eða flettingar o.fl., í þeim tilgangi að bæta þjónustuna eða láta notendur vita af hugsanlegum villum eða göllum sem geta komið upp í kerfinu.
Þrátt fyrir ofangreint áskilur Neko Management sér rétt til að afhenda persónuupplýsingar til þriðja aðila ef það er áskilið samkvæmt lögum eða öðrum stjórnvaldsfyrirmælum eða ef notandi hefur gefið ótvírætt samþykki sitt fyrir slíkri dreifingu eða miðlun. Þegar notandi lokar eða eyðir aðgangi sínum á vefsíðu eða vefkerfi Neko Management munum við án tafar eyða öllum þeim persónuupplýsingum sem viðkomandi hefur látið okkur í té. Þessi persónuverndarstefna sem og notendaskilmálar okkar verður ávallt aðgengileg á heimasíðu Neko Management.
SPURNINGAR OG AÐSTOÐ
Ef þú hefur spurningar í tengslum við þessa persónuverndarstefnu eða þarfnast annarrar aðstoðar getur þú haft samband við okkur með því að senda okkur tölvubréf á contact@husasja.is.
BREYTINGAR Á ÞESSARI PERSÓNUVERNDARSTEFNU
Vera má að breytingar verði gerðar á persónuverndarstefnu þessari og áskiljum við okkur rétt til að gera slíkar breytingar. Við munum upplýsa þig um slíkar breytingar í tölvubréfi eða með öðrum hætti og hvetjum við þig bæði til þess að fara ítarlega yfir þessa stefnu og breytingar sem gætu orðið á henni í framtíðinni.
VEFKÖKUR
Vefsíður og vefkerfi í eigu Neko Management nýta svokallaðar vafrakökur (e. cookies). Vefkökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru á tölvunni þinni. Slíkar skrár gefa okkur kost á að fylgjast með því hvernig þú notar vefsíður og vefkerfi okkar. Vefkökur eru nauðsynlegar t.d. til þess að geta auðkennt notendur í vefverslun eða í vefkerfi félagsins. Með notkun vefsíðna og vefkerfa Neko Management veitir notandi samþykki sitt fyrir notkun vefkakna.